Fréttir & tilkynningar

Útnefning á bæjarlistamanni 2017

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur valið Arnfinnu Björnsdóttur sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017. Útnefningin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í dag miðvikudaginn 25. janúar kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2014. Allir velkomnir. Markaðs– og menningarnefnd.
Lesa meira

Frístundastyrkur hækkaður í 20.000 kr.

Við gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt að hækka frístundstyrk úr 9.000 kr. í 20.000 kr. Í framhaldi af því voru reglur um frístundastyrki endurskoðaðar og helsta breyting á reglunum felur í sér áðurnefnda hækkun en í stað þess að geta nýtt 9.000 krónur til að greiða niður þrjár tómstundir er hægt að nýta 20.000 kr. til að niðurgreiða tvær tómstundir. Um næstu mánaðarmót verða því sendar út tómstundaávísanir (2 x 10.000 kr.) til þeirra forráðamanna sem eiga börn á aldrinum 4 - 18 ára.
Lesa meira

Hæfileikakeppni grunnskólans

Fimmtudaginn 26. janúar kl. 17:30 verður Hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg. Keppendur koma úr 1. - 7. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá Norðurgötu kl. 17:05 og heim aftur að keppni lokinni.
Lesa meira

Ný og betri líkamsræktaraðstaða í Ólafsfirði

Á síðasta ári var hafist handa við að stækka líkamsræktina í Ólafsfirði. Stækkunin fól í sér að byggð var viðbygging, samtals um 102 m2. Sömuleiðis voru gerðar endurbætur á gömlu aðstöðunni með uppsetningu á nýju loftræstikerfi fyrir allt húsið. Einnig voru líkamsræktartæki meira og minna endurnýjuð.
Lesa meira

Arnfinna Björnsdóttir bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2017

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur valið Arnfinnu Björnsdóttur sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017. Útnefningin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg miðvikudaginn 25. janúar kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2017.
Lesa meira

Skákdagurinn 26. janúar

Hinn 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Lesa meira

Íslenskunámskeið

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY, verður með íslenskunámskeið 1 & 2 í Fjallabyggð.
Lesa meira

Skammdegishátíð 2017

Listhúsið í Ólafsfirði stendur fyrir menningarviðburði á næstu dögum sem ber heitið Skammdegishátíð. Um er að ræða uppákomur í Listhúsinu á tímabilinu 26. - 29. janúar.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Lesa meira

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2017

Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október s.l. og rann umsóknarfrestur út þann 14. nóvember. Alls bárust 81 umsóknir frá 79 aðilum (sama félag í sumum tilvikum með umsóknir um fleiri en eitt verkefni). Flestar umsóknir bárust frá aðilum á Akureyri og síðan af Eyjafjarðarsvæðinu en nokkrar umsóknir frá öðrum stöðum.
Lesa meira