Fréttir & tilkynningar

Formleg opnun Skammdegishátíðar

Formleg opnun Skammdegishátíðar 2016 á Ólafsfirði 25 listamenn alls staðar að úr heiminum 3 mánuðir í vetrinum á Ólafsfirði, Norðurlandi 1 mánuður af sýningum frá 28. janúar - 21. febrúar 2016.
Lesa meira

Hannyrðakvöld á bókasafninu

Hannyrðakvöld verður á bókasafninu Siglufirði frá kl. 20:00-22:00 í kvöld, þriðjudag. Bókasafnið opið á sama tíma, allir velkomnir, heitt á könnunni.
Lesa meira

Málþing um myndlist í Fjallabyggð

Laugardaginn 30. jan. kl. 14:00 – 16:30 efnir Alþýðuhúsið á Siglufirði til málþings um myndlist í Fjallabyggð.
Lesa meira

Afhending menningarstyrkja 2016

Við útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar í gær var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2016. Styrki sem með einum og öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Lausaganga hunda bönnuð

Af gefnu tilefni er rétt að taka það fram að lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð. Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald segir í 8. grein um almennt skilyrði fyrir hundahaldi;
Lesa meira

Reitir á Eyrarrósarlistanum 2016

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Lesa meira

Landsleikurinn Allir lesa

Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Fjallabyggð hafnaði í 40. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár.
Lesa meira

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri fer fram í dag, þriðjudaginn 19. janúar, í Bátahúsinu.
Lesa meira

126. fundur bæjarstjórnar

126. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 20. janúar 2016 kl. 17:00
Lesa meira

Alice Liu Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2016

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar var farið yfir umsóknir eða tilnefningar fyrir Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2016. Nokkrar tilnefningar bárust. Það var samdóma álit nefndarinnar að nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar fyrir árið 2016 kæmi í hlut Alice Liu.
Lesa meira