Fréttir & tilkynningar

Roðlaust og beinlaust

Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sendi frá sér nýjan geisladisk ís sumar, Sjómannasöngvar, sem hefur að geyma 14 sjómannasöngva frá ýmsum tímum. Þetta er þriðji geisladiskur hljómsveitarinnar en áður hafa komið út diskarnir Bráðabirgðalög (2001) og Brælublús (2003).Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust er að stórum hluta skipuð áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði, þaðan sem hún á rætur sínar að rekja.Hljómsveitin hefur starfað allt frá árinu 1997 og á þeim tíma spilað víða um land. Roðlaust og beinlaust hafa frá upphafi stutt björgunar- og slysavarnarmál sjómanna með sölu á diskum sínum en allur ágóði af sölu þeirra hefur runnið til slíkra mála og svo verður einnig með nýjasta diskinn en ágóðinn af sölu hans mun renna til Slysavarnarskóla sjómanna. Næsta laugardag ætlar Mogomusic ehf og hljómsveitin Roðlaust og beinlaust að afhenda Slysavarnarskóla sjómanna ávísun, upp á 1.300.000 miljónir króna. Afhendingin verður um borð í Kleifaberginu og hefst kl. 14.00, þar ætlar hljómsveitin að taka lagið og margt annað verður til skemmtunar.Kveðja MaggiMogomusic ehfÆgisbyggð 24625 ÓlafsfirðiSími: 898-2516www.mogo.ismogo@simnet.is
Lesa meira

Skelrækt 2007

Ráðstefna um bláskeljarækt á Hótel KEAþann 12. janúar 2007Tækifæri og framtíðarhorfur nýrrar sjávarútvegsgreinar.SKELRÆKT samtök skelræktenda standa fyrir ráðstefnu um bláskeljarækt þann12. janúar nk. á hótel KEA, Akureyri. Hefst dagskrá kl 9.30 með ávarpi sjávarútvegsráðherra. Með þróunarvinnu íslenskra frumkvöðla hefur safnast mikil þekking a skelrækt á síðustu árum. Ræktunarfyrirtæki, vinnslur og dreifingaraðilar austan hafs og vestan, hafa verið heimsóttir í leit að bestu fyrirmyndum jafnframt því sem mismunandi búnaður og aðferðir hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður.Neysla á bláskel slagar hátt í eina milljón tonna á ári í Evrópu. Hér er því um að ræða einn stærsta sjávarfangsmarkað álfunnar. Íslendingar hafa ekki nýtt sér þennan markað en fyrirspurnum um bláskel frá Íslandi fjölgar eftir því sem eftirspurn eykst á markaði og fregnir berast af tilraunaræktun við Ísland. Erlendir þáttakendur eru frá Kanada, Grænlandi, Skotlandi, Portúgal, Spáni, Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi. Meðal þeirra eru frumkvöðlar og sérfræðingar sem meta ræktunaraðstæður og þróa eftirlits- og stoðkerfi fyrir skelrækt. Í hópnum eru einnig forsvarsmenn fyrirtækja sem þróa og framleiða búnað fyrir skelrækt. Þeir munu einnig munu kynna þá aðferðafræði sem stuðst var við í Kanada við uppbyggingu skelræktar og þá möguleika sem þessi atvinnugrein hefur hér á landi. Ráðstefnan SKELRÆKT 2007 kærkomið tækifæri til að kynna sér möguleika greinarinnar. Nánari upplýsingar og skráning á www.skelraekt.is
Lesa meira