Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember

Við Minningarsteininn í kirkjugarði Ólafsfjarðar
Mynd: Slökkvilið Fjallabyggðar
Við Minningarsteininn í kirkjugarði Ólafsfjarðar
Mynd: Slökkvilið Fjallabyggðar

Í gær sunnu­daginn 20. nóvember var al­þjóð­legur minningar­dagur um fórnar­lömb um­ferðar­slysa. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda.

Táknræn minningarstund var haldin við minningarsteininn í kirkjugarðinum í Ólafsfirði og við kirkjutröppurnar á Siglufirði. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri flutti erindi á báðum stöðum. Kveikt var á kertum og tónlist flutt. Það eru Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði, Björgunarsveitin Strákar, Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði og Slökkvilið Fjallabyggðar ásamt öðrum viðbragðsaðilum sem standa að athöfnunum.