Útvarpsleikhúsið og bókasöfnin bjóða landamönnum á forhlustun

Útvarpsleikhús Rásar 1 heldur frumsýningu á þjóðarvísu í samstarfi við hátt í 30 bókasöfn um allt land á fyrsta þætti 'svakamálaleikritsins' Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Fluttur verður fyrsti hluti verksins á samhæfðum tíma á öllum landshornum, þar á meðal í Bókasafn Ólafsfjarðar miðvikudaginn 25. júlí kl. 14:00. Þátttakendum í barnastarfi eru boðnir sérstaklega velkomnir. Leiðbeinendur eru eindregið hvattir til að mæta með hópana sína og fá ókeypis skemmtun með því að hlusta á fyrsta hlutann í þessu óborganlega 'svakamálaleikriti', en í aðalhlutverkum eru m.a. spaugstofugrallararnir Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson, og Mæju Spæja er leikin af Ilmi Kristjánsdóttur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur með blöðrum og litasamkeppni, þar sem börnum verður boðið að lita myndir af Mæju Spæju og senda inn gegn verðlaunum. Einnig er stefnt að því að sýna tónlistarmyndband sem gert var sérstaklega fyrir leikritið Mæju Spæju, og var leikstýrt af yngsta leikstjóra Íslands sem er einungis 12 ára gamall. Útsendingar á Mæju Spæju hefjast nákvæmlega viku síðar, eða þann 1. ágúst á Rás 1. Höfundurinn, Herdís Egilsdóttir skrifaði m.a. hina geysivinsælu sögu um Pappírs Pésa. Söguþráður og leikendur: Mæja spæja fær spæjaragræjur í afmælisgjöf. Á sama tíma ræna glæpamennirnir Tómi og Klári tíu milljónum úr Þjóðarbankanum og fela peningana. Mæja spæja er sniðug og athugul stelpa og fer að æfa sig í að spæja með spæjaragræjunum sínum. Leiðir glæponanna og Mæju liggja saman á mjög dularfullan hátt. Tekst Tóma að kaupa sér sportbíl, Playstation þrjú og sólarferð til Benedorm fyrir ránsféð? Tekst Klára að gabba Tóma og verða ríkasti maður á Íslandi? Og síðast en ekki síst, tekst Mæju spæju að spæja svo mikið að hún upplýsi alvöru glæpamál? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í spennuþáttunum um hana Mæju spæju sem flutt verður í Útvarpsleikhúsinu og hvergi annarsstaðar!!!! Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Erla Ruth Harðardóttir, Kjartan Bjargmundsson, Víðir Guðmundsson, Karl Guðmundsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson, Margrét Kaaber, Sólveig Arnarsdóttir, Hildigunnur ÞráinsdóttirLeikarar á barnsaldri: Kormákur Örn Axelsson / Salka Valsdóttir / Ívar Elí Schweitz Jakobsson / Árni Beinteinn Árnason Auk þess kemur fréttafólkið Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Broddi Broddason fram sem þau sjálf.Sigrún Edda Björnsdóttir skrifaði leikgerð uppúr bókinni og leikstýrði Mæju Spæju. Tónlistina samdi Karl Olgeirsson