Íbúum á Siglufirði fjölgaði á tímabilinu júní - september

Íbúum á Siglufirði fjölgaði um 3 á tímabilinu júní til september, þ.e. ef aðfluttir voru þremur fleiri heldur en brottfluttir. Er þetta í fyrsta skipti síðan tekið var á móti flóttamönnum að fjölgun verður á þriggja mánaða tímabili sem Hagstofa miðar við. Á tímabilinu janúar til september voru brottfluttir hins vegar 6 fleiri heldur en aðfluttir þannig að fækkunin er 6 það sem af er árinu.