Sorphirða í Fjallabyggð

Í lok ágúst voru opnuð tilboð í sorphirðu í Fjallabyggð, tilboð bárust frá þremur aðilum og nokkur frávikstilboð frá þeim þar að auki.

Ákveðið hefur verið að ganga að tilboði Íslenska gámafélagsins ehf í sorphirðu og sorpeyðingu í Fjallabyggð og er félagið þegar komið með sýna gáma til Siglufjarðar og taka við á Ólafsfirði núna á allra næstu dögum.

Megin markmiðið með útboði var að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum, bæta þjónustu við íbúa og gera kostnaðinn sýnilegri.

Með því að taka tilboði ÍG ehf. er hægt að uppfylla öll markmiðin sem lagt var upp með. Varðandi umhverfismálin þá verður farið út í gerbreytta meðhöndlun á sorpinu, sorp verður flokkað í þrjá megin flokka á heimilum og móttökustöðum. Endurvinnsla verður stóraukin, allt sem mögulega hægt er að koma í endurvinnslu verður komið í þann farveg. Fjárhagslega er sveitafélagið að spara umtalsverðan pening miðað við það sem kostnaður við sorphirðu hefur verið hingað til.

Á næstu dögum mun fyrirtækið koma sér fyrir í sveitafélaginu með sinn búnað og ráða starfsfólk til að sinna ýmsum verkefnum, fljótlega verður svo farið af stað með almenna kynningu á framtíðaráformum í sorpmálum í sveitafélaginu.