Íbúafundur - Sorphirða

Breytingar á sorphirðu í Fjallabyggð. Kynningarfundir vegna breytingar á sorphirðu í Fjallabyggð verða haldnir í Allanum Siglufirði mánudaginn 19. október kl. 20:00 og í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 20. október kl. 20:00. Kynntar verða fyrirhugaðar breytingar á sorphirðu í sveitarfélaginu. Á fundinum verða fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu og sveitarfélaginu.
Breytingarnar fela m.a. í sér áherslu á flokkun og endurvinnslu. Öll heimili munu flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu. Íslenska gámafélagið mun skaffa tunnurnar íbúum  að kostnaðarlausu.
Á fundinum mun m.a. annars koma fram upplýsingar um flokkunina, tunnurnar, hvernig best sé koma þeim fyrir auk ýmissa gagnlegar upplýsinga. Hægt er að les a sér  betur til um þriggja flokka kerfið hér http://flokkarinn.is/index.php?option=content&task=view&id=2&Itemid=25