Golfvellirnir

 Að spila golf í miðnætursól á Norðurlandi er einstök upplifun sem óhætt er að mæla með fyrir alla golfara. Í Fjallabyggð eru tveir góðir 9 holu velli, sem báðir eru í fallegu umhverfi, í báðum bæjarkjörnum. Sumir gististaðir í nágrenni vallanna eru með afsláttarkort fyrir gest

Golfklúbbur Fjallabyggðar - Ólafsfirði 

Skeggjabrekkuvöllur. 9 holur, par 66

Golfklúbbur Ólafsfjarðar rekur 9 holu golfvöll í mynni Skeggjabrekkudals með stórglæsilegu útsýni frábæru útsýni yfir Ólafsfjarðarvatn, bæinn og mynni Eyjafjarðar. Völlurinn er í senn bæði krefjandi og stórskemmtilegur. Hið sérkennilega vallarstæði heillar alla golfara sem prófa völlinn.

NÁNAR
Sími: 466-2611

Sigló golf

Fyrsta flokks golfvöllur bíður þín á Sigló

Golfvöllurinn á  Siglufirði er níu holur, byggður á endurheimtu landi eftir mikið malarnám á svæðinu. Landið hefur því gengið í endurnýjun lífdaga með vellinum, sem er einn sá glæsilegasti.

Völlurinn er hannaður af verðlaunagolfvallarhönnuðinum og arkitektinum Edwin Roald Rögnvaldssyni. Heimasíða 

Við gerð vallarins var leitað til umhverfisverndarsamtakanna Golf Environment Organization (GEO) um mögulega umhverfisvottun á sviði golfvallargerðar, enda einstakt við völlinn að hann er byggður á fyrrum malarnámusvæði. Með vellinum hefur svæði sem áður var opið sár eftir námugröft, tekið miklum stakkaskiptum. Það má því segja að lagðar séu miklar áherslur á umhverfisvernd við gerð vallarins og að þar sé „grænt golf“ í fyrirrúmi.

Völlurinn er 9 holur, par 36

NÁNAR

Bókanir fara fram á Sigló Hótel eða í gegnum rástímaskráningu Golf.is
Sími: 4617730
siglohotel@siglohotel.com