Hafnarfjall - Strákar

Vegalengd: Um 13 km 
Leið: Skarðsdalur - Skjaldarbringur - Leirdalir - Hafnarfjall - Hvanneyrarhyrna - strákar - Hvanneyrarskál
Mesta hæð: 687 m Göngutími 5 – 7 klst. 

Gangan hefst við stiku hjá efstu og nyrstu vegarbeygju í Skarðsdal. Gengið er eftir stikum þvert á allbratta hlíð norður á Grashólabrúnir uns sést niður á Dalaskarð. Hægt er að taka örstuttan krók austur á Snók með góðu útsýni yfir Siglufjörð. merkt gönguleið liggur niður á Skjaldarbringur og skarast við leiðina vestur á Dali. Við Styrbjarnardys sveigir leiðin norðaustur uppá Hafnarfjall með góðri sýn yfir fjörðinn. Þar er varasamt hengiflug niður snarbratta kletta ofan Jörundarskálar. Gengnar eru melbungur og má fara skemmri leið niður í sunnanverða Fífladali og áfram á Stórabola, snjóflóðavarnargarð, við suðurhluta Siglufjarðar. Þessi leið, um 3.5 km er öll stikuð. Hægt er að halda áfram norður Hafnarfjall og vestan Hafnarhyrnu en upp á hana er vel fært vönu fjallafólki og sést þar í hálft hundrað nafngreindra hnjúka, tinda og hyrna. Á þessum slóðum er útsýni sem varla finnst annars staðar á Norðurlandi; Hornstrandir og Strandafjöll og Skagi í vestri og Drangey, Málmey og Þórðarhöfði inn í Skagafirði. Yfir Skagagrunn, Fljótamið og Grímseyjarsund með Grímsey við hafsbrún í norðaustri og austar eru Gjögur og Melrakkaslétta. Þetta víðsýni eykst eftir því sem farið er austur eftir Hvanneyrarhyrnu og enn áfram norður Strákafjall sem er vel fært vönu fjallafólki. Greið og stikuð leið liggur að nokkru til baka niður í norðvestanverðan botn Hvanneyrarskálar og fram á skálarbrún ofan Siglufjarðar