Íbúaþróun í Siglufirði

Íbúum Siglufjarðar fjölgaði ört á fyrri hluta 20. aldarinnar og náði hámarki í kringum 1950 en þá bjuggu um 3.100 manns á staðnum.

Í byrjun síldartímans árið 1903 má ætla að lítil breyting hafi orðið á staðnum en fór svo ört vaxandi.  

mannfj_siglo1908_1998_360

 

 

 


mannfj_sigl_9806_360_360

Eins og sjá má hefur íbúum bæjarins fækkað jafnt og þétt síðan á síldarárunum. Skýringanna er fyrst og fremst að leita í tvennu, brotthvarfi síldarinnar annarsvegar og aukinni vélvæðingu og sjálfvirknivæðingu fiskvinnslu og iðnaðar hinsvegar. Aukin vinnsla afla á sjó hefur einnig sett sitt mark á atvinnuþróunina og íbúaþróunina.  

Á síðustu árum hefur þó hægt mjög á fækkun íbúa Siglufjarðar. Aukin áhersla á aðrar atvinnugreinar en fiskvinnslu, svo sem bátasmíðar og ferðamannaiðnað á þar stóran hlut að máli.