Trilludagar - Öðruvísi fjölskylduhátíð 2024

Siglufjöður mun iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin laugardaginn 27. júlí 2024

Siglingar, grill og gleði á bryggjunni Siglufirði frá kl. 10:00-16:00
 
Trilludagar á Siglufirði eru svo sannarlega öðruvísi fjölskylduhátíð sem haldin er af Fjallabyggð í samvinnu við eldhressa trillukarla, Kiwanisklúbbinn Skjöld á Siglufirði sem annast flökun og grill á hafnarbakkanum, Björgunarsveitina Stráka sem annast gæslu á sjó og Ungliðasveitirnar Smá Stráka á Siglufirði og Djarf í Ólafsfirði sem m.a. annast gæslu á landi.
 
Gestum hátíðarinnar er boðið að stíga um borð í bátana og sigla út á fjörðinn þar sem rennt var fyrir fisk. Þegar í land er komið er fiskurinn grillaður og gestum boðið að smakka. Á bryggju standa kátir Kiwanismenn vaktina við flökun og á grillinu. Fiskurinn er svakalega góður og er hann borinn fram með salati.
Á bryggjunni verða hoppukastalar fyrir káta krakka og yfir daginn ómar tónlist á bryggjunni spiluð og leikin af heimamönnum og fjölmargir aðrir viðburðir víðs vegar um bæinn.
 
Frítt er á hátíðina.
 

 

 

f