Skafl 2024

Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í sjöunda sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum dagana 14. - 16. nóvember 2025.
Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannana og samskipti við bæjarbúa.

Verið velkomin að fylgjast með og njóta viðburða með okkur.

Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Kjörbúðin, Aðalbakarí og Rammihf styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

 

 

Dagskrá á SKAFLI

Fimmtudagur 14. nóvember
kl. 10.00 - 19.00 - þátttakendur vinna að verkum sínum.
kl. 20.30 - listamannaspjall, Karen Havskov Jensen og Klavs Weiss.

Föstudagur 15. nóvember
kl. 10.00 - 19.00 - Þátttakendur vinna að verkum sínum.
kl. 20.30 - 21.00 - Píanótónleikar, Þórir Hermann Óskarsson.
kl. 21.00 - 22.00 - Fyrirlestur, Birta Guðjónsdóttir.

Laugardagur 16. nóvember
kl. 14.00 - 17.00 - Sýning í Ráðhússal Siglufjarðar á verkum Þátttakenda.

Þátttakendur

Joris Rademaker
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Guðjón Ketilsson
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Karen Havskov Jensen
Klavs Weiss
Örlygur Kristfinnsson
Lefteris Yakoumakis
Johanne Randen
Birta Guðjónsdóttir
Venus Volcanism
Þórir Hermann Óskarsson