Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ - 30 ára af­mæl­is­hlaup

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram 15. júní 2019. Umf Glói mun halda Kvennahlaup ÍSÍ sextánda árið í röð þann 15. júní nk. Þetta verður 30. Kvennahlaupið og verður því meira um dýrðir en nokkur sinni fyrr. Líkt og undanfarin ár verður komið saman á Rauðkutorgi og hlaupið af stað kl. 11:00.

Fylgjast má með undirbúningi og fréttum af hlaupadeginum á Facebook síðu Umf Glóa. Allir eru hvattir til að setja "like" á þánýju síðu til að fylgjast.

Konur í Fjallabyggð á öllum aldri eru hvattar til að fjölmenna í hlaupið þann 15. júní og fagna um leið 30 ára afmæli Kvennahlaupsins.