Siglo Freeride Helgin - Freeride World Qualifier

Skíðasvæðið á Siglufirði tekur þátt í skíðahelgi tileinkaðri keppni í utanbrauta fjallarennsli. Helgin er fyrir keppendur og gesti á snjóbrettum og skíðum. 

Hér verður stuð á skíðasvæðinu og við tökum á móti keppendum og gestum. Tónlist í fjallinu, áhorfendasvæði, matur og drykkur, höldum lyftum opnum og brautum troðnum!

Sjáumst hress! 

Keppir sem haldnar eru yfir þessa helgi eru: 
Freeride World Qualifier 2* - Fullorðinsflokkur
Freeride Junior Tour 1* - 14-18 ára

Viltu gerast keppandi? 
Viltu koma sem áhorfandi? 
Möguleiki á báðu - renna sér hafa gaman og taka þátt í dagskrá helgarinnar!
Upplýsingar og skráning: WWW.TMPEXP.IS