Nemendasýning Dansstúdíósins - Barnamenningardagar 2021

Dansstúdíóið heldur nemendasýningu í anda söngleiksins Annie þann 9. des. í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

Yfir 60 nemendur stunda nám í Dansstúdíóinu þessa önnina, frá 1. til 10. bekkjar. Boðið er upp á jazzdansæfingar, skapandi dans, freestyle, leikhús- og söngleikjagerð. Allir nemendur hafa verið að vinna að nemendasýningunni, með kennurum sínum Leu og Sylvie.

Verið velkomin á sýninguna (á meðan covid leyfir).

Sýningin er hluti af Barnamenningardögum í Fjallabyggð