Listasýning í Pálshúsi Ólafsfirði "Innskot - týndur tími II"

Sýning Olgu og Önnu “Innskot - Týndur tími II” byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað og þar sem áður óþekktir steingervingar og fornleifafundir varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna. Verkið var áður sýnt í annari mynd á norræna tvíæringnum Momentum í Moss árið 2017 en hefur verið staðfært fyrir sýninguna í Pálshúsi. Sýningin stendur tl 15. september 2019.

Olga og Anna hafa frá árinu 2005 unnið fjölda verka og verkefna í sameiningu. Um er að ræða myndlistarsýningar heima og erlendis, til dæmis í Listasafni Íslands, Kling og BangGallerí, Safnasafninu, í Listasafni Einar Jónssonar og á norræna tvíæringnum Momentum í Moss í Noregi. Auk þess hafa þær unnið verk fyrir opinbert rými bæði tímabundin verk í formi innsetninga innandyra og úti og verk fyrir almenningsrými og opinberar byggingar, sem dæmi má nefna útilistaverk fyrir nýja öryggisfangelsið á Hólmsheiði.

Tengsl manns og nattúru og sameiginlegur áhugi Olgu Bergmann og Önnu Hallin á snertiflötum vísinda og lista eru grundvallarstef í verkum fleirra. Þær setja gjarna hefðbundnar flokkanir og túlkanir vísindanna í nýtt samhengi og velta fyrir sér mögulegri birtingarmynd þeirra í framtíðnni í verkum sem svipar til vísindarannsókna en þar sem blandað er saman gefnum staðreyndum, nýrri túlkun og hreinum uppspuna. Rými, staður og samhengi eru líka mikilvægir þættir í öllum verkefnum fleirra. Þær hafa til dæmis unnið sýningar inní og í samtali við fastar sýningar t.d. á náttúrugripasöfnum og á sýningum um mannlíf, náttúru og sögu staða svo eitthvað sé nefnt.

Sjá nánar á palsuhusmuseum.is