Leysingar; Metnaðarfull dagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um Hvítasunnu

Helgina 21. - 23. maí verður listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Dagskráin samanstendur af myndlistasýningum, gjörningum, tónlist, bókmenntum og listamannaspjalli.
 
Vegna sóttvarna verða gestir að skrá sig á viðburðina í síma 865-5091. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.

Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2021 Hvítasunnuhelgina 21. - 23. maí.

Föstudagur 21. maí
Kl. 14.00 Auður Lóa Guðnadóttir opnar sýningu í Kompunni
Kl. 15.00 Arna Guðný Valsdóttir opnar sýningu í Segli 67
Kl. 16.00 Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir - gjörningur
Kl. 16.30 Hlé
Kl. 16.45 Hallgrímur Helgason og Rodrigo Lopes trommur. - gjörningur
 
Laugardagur 22. maí
Kl. 14.00 Auður Lóa Guðnadóttir sýnir í Kompunni
Kl. 14.00 Arna Guðný Valsdóttir sýnir í Segli 67
Kl. 16.00 Starkaður Sigurðarson - kynning á tímaritinu Myndlist á Íslandi.
Kl. 16.45 Hlé
Kl. 17.00 Sjón rithöfundur - upplestur
Kl. 21.00 Óskar Guðjónsson, Pétur Grétarsson og Kjartan Valdimarsson.-Tónleikar
 
Sunnudagur 23. maí
kl. 14.00 Auður Lóa Guðnadóttir sýnir í Kompunni
kl. 17.00 Edda Björk Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson - tónleikar.
 
Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Aðalbakarí, Rammi hf, Kjörbúðin og Tannlæknastofur Fjallabygð styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.