Leikfélag Fjallabyggðar - Bót og betrun í Tjarnarborg

Leikfélag Fjallabyggðar, sem til varð við sameiningu leikfélaganna á Siglufirði og Ólafsfirði, hefur verið að æfa gamanleikinn  Bót og betrun eftir enska leikskáldið Michael Cooney. Leikstjórn er í höndum Maríu Sigurðardóttur.

Leikritið nefnist á frummálinu Cash and delivery og er breskur farsi sem farið hefur víða og fengið mjög góða dóma. Það fjallar um mann sem grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr kerfinu með tilhæfulausum bótakröfum eftir að hann missir vinnuna. Dag einn berja örlögin að dyrum og fer að trosna úr lygavefnum. Þá hyggst okkar maður gera bót og betrun en þarf á aðstoð að halda við að verja leyndarmálið bæði fyrir stjórnvöldum og konu sinni. Hann rekst þó á að þegar kerfið er annars vegar getur reynst erfiðara að losna af bótum heldur en að komast á þær.

Miðapantanir í símum: 863 2604 (Guðrún) og 849 5384 (Vibekka)