Kynjaskepnur himins og hafs - listasýning nemenda grunnskólans í ráðhússal Fjallabyggðar

Listasýning nemenda 1. - 7 bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar verður opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar,  II hæð, fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember frá kl. 13:00-16:00

Listasýningin er afrakstur sköpunarsmiðju sem fram fór á Barnamenningardögum dagana 16. - 19. nóvember fyrir nemendur í 1. – 7. bekk grunnskólans. Sköpunarsmiðjurnar fór fram undir leiðsögn Hólmfríðar Vídalín Arngrímsdóttur (Hófý) og Guðrúnar Þórisdóttur (Garún).

Í smiðjunum vann Hófý með nemendum við að skapa kynjaskepnur himins og hafs úr leir og hjá Garúnu unnu nemendur með það efni sem sjórinn ber að landi, grjót, skeljar, þang og spýtur. Börnin fengu fullt frelsi til að skapa og láta hugmyndaflugið ráða för og úr urðu stórfenglegir skúlptúrar.

Afrakstur sköpunarsmiðjunnar verður til sýnis fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember í ráðhússalnum Ráðhúsi Fjallabyggðar frá kl. 13:00-16:00.  Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 5. desember frá kl. 14:00-16:00. 

Sjón er sögu ríkari !

Allir velkomnir.

Fjöldatakmarkanir eru inn í salinn og eru gestir beðnir um að muna eftir grímum og halda fjarlægð.