Kompan, Alþýðuhúsinu; Sýningaropnun - Jólasýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Fimmtudaginn 6. desember frá kl. 16.00–22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir árlega jólasýningu á eigin verkum í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Einnig eru til sýnis og sölu í anddyri Alþýðuhússins litlir skúlptúrar eftir Aðalheiði sem ratað gætu í jólapakkana.

Opnunartímar á aðventu eru sem hér segir.

Sýningaropnun 6. desember  kl. 16.00–22.00.

Jólasýning Aðalheiðar og opið í anddyri Alþýðuhússins þar sem smáskúlptúrar eru til sýnis og sölu.

8.-13. desember kl. 14.00–17.00

17. - 20. desember frá kl. 14.00-17:00