Dansandi Fjallabyggð - Opið dansnámskeið

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag tekur upp þráðinn að nýju og býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 5 sunnudagskvöld kl. 20.00 – 21:30.  Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus.

Allir velkomnir, ekki er nauðsynlegt að hafa dansfélaga til að mæta.

Dansnámskeiðið er byggt upp á stökum kvöldum þar sem ákveðið þema er hvert kvöld.   

Skipulag dansnámskeiðsins verður eftirfarandi:

  • 7. nóvember     Gömlu dansarnir
  • 14. nóvember   Samkvæmisdansar (jive, cha cha cha og tjútt)
  • 21. nóvember   Línudans
  • 5. desember      Salsa
  • 12. desember    Zumba eða annað eftir áhuga

Ekki er krafist skráningu á námskeiðið en búnir verða til viðburðir á Facebooksíðu Fjallabyggðar fyrir hvert kvöld fyrir sig.

Stýrihópur áskilur sér rétt til að færa til einstök kvöld ef aðstæður gera það óhjákvæmilegt. Breytingar á námskeiðinu ef einhverjar verða, munu verða auglýstar á heimasíðu Fjallabyggðar.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.