Dansandi Fjallabyggð - lokadanstími

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur boðið íbúum Fjallabyggðar upp á opið dansnámskeið í Tjarnarborg á sunnudagskvöldum frá því í febrúar sl. Nú er komið að síðasta danstímanum þann 10. mars kl.20.00. Allir hvattir til að mæta og læra nokkur dansspor. 

Danskennari er Ingunn Hallgrímsdóttir. 

Þátttaka er endurgjaldslaus.

Gert er ráð fyrir kostnaði við námskeiðið í fjárhagsáætlun 2019.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.