Búsetumunur og þjóðfélagsstaða samkvæmt PISA

Á félagsvísindatorgi vikunnar verður fjallað um mun á framistöðu nemenda á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt PISA frá 2003 til 2018. Yfirvöld menntamála hafa lengi dregið upp þá mynd að frammistaða nemenda sé lakari á landsbyggðinni með því að birta meðaltöl landshluta án frekara félagslegs samhengis þeirra. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining á mun á frammistöðu á prófum í lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á vísindi að teknu tilliti til þjóðfélagsstöðu og kyns. Í meirihluta tilvika kemur ekki fram munur á frammistöðu nemenda á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þessi niðurstaða verður rædd í víðara byggðapólitísku ljósi.

Þorlákur Axel Jónsson er aðjúnkt við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir Þorláks lúta tengslum félagslegs uppruna nemenda við námsframvindu þeirra innan skólakerfisins.

Viðburður á Facebook