Berjadagar 2021

Föstudagur 30. júlí

16:30-18:00 Heimspekikaffi í kirkjunni

Jón Thoroddsen heimspekingur

Fjögurra daga tónlistarhátíð hefst í safnaðarheimili ólafsfirðinga í kirkjunni. Í þessum fallega væng sem var byggður útrfá kirkjunni á sínum tíma flæðir birtan inn og hægt er að njóta hugarflæðis með kaffi í bolla. Jón setur tóninn á annan máta og hittir gesti hátíðarinnar í eigin persónu til að spyrja spurninga og velta vöngum um lífið og tilveruna. Jón Thoroddsen er heimspekingur og barnaskólakennari og spyr m.a. spurninga sem örva okkur til gagnrýnnar hugsunar.

Aðgangseyrir kr. 1000,-

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri

20:00 Upphafstónleikar –  Tjarnarborg

AURORA – því dimmari sem heimurinn verður, þeim mun skýrar sjást norðurljósin

Olga Vocal Ensemble

Olga snýr upp á svið í Ólafsfirði eftir nokkurn tíma. Þeim verður vafalaust vel fagnað því hátíðarstemning mun ríkja í Tjarnarborg! Hér eru á ferðinni persónulegir tónleikar, tilraun til að tengja fólk saman þrátt fyrir þá einangrun sem margir hafa þurft að ganga í gegnum á síðari tímum.

Olga Vocal Ensemble skipa Arjan Lienaerts, Matthew Lawrence Smith, Jonathan Ploeg, Philip Barkhudarov, Pétur Oddbergur Heimisson.

Húsið opnar kl. 19 með veitingasölu og tónleikar hefjast kl. 20 og eru í fullri lengd með hléi.
Aðgangseyrir kr. 4000 kr.

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri 

Laugardagur 31. júlí

10:00 Ganga – samstarf hátíðarinnar við Ferðafélagið Trölla

Reykjaheiði (5-6 klukkutímar)

Gengið frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Farið verður með rútu frá Ólafsfirði og gengið að Reykjum í Ólafsfirði. Rútuferð til baka.

Umsjón: María Bjarney Leifsdóttir og Harpa Hlín Jónsdóttir.

Upplýsingar á facebook síðu Trölla

Heildarverð: 5000 kr.  (ekki innfalið í hátiðarpassa Berjadaga)

12:15-13:30 Erindi –  kirkjan

Lúther og kvennabaráttan

Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir 

Hvernig fóru konur að því að afla sér menntunnar og jafnræðis fyrr á öldum? Í erindi þessu gerir Sr. Guðrún tilraun til að gera skil á kunnáttu og vinnu kvenna fyrr á öldum þ.e. eftir siðaskiptin því Lúther taldi að stúlkur ættu að geta lesið kverið eins og drengir. Mæðraveldið þrífst að mestu inná heimilum fyrr á öldum og konur nutu ekki leiðsagnar í lestri á við karla.  Erindið er flutt í tilefni af uppbyggingu kirkjunnar á Kvíabekk og er framlag Berjadaga til þess.

Sr. Guðrún er nú prestur í bænum og helgar líf sitt og starf ólafsfirðingum um þessar mundir.

Aðgangseyrir kr. 1000,-

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri

14:00-17:00 Myndlistarsýning – Opnun í Pálshúsi

TENGINGAR

Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur myndlistarmaður

Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga stíga leikandi dans á sýningu textíllistakonunnar Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur. Helga hefur áður komið við sögu Berjadaga og nú aftur í sumar þegar óvenjuleg listaverk hennar verða til sýnis. Helga hefur um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn. Á sýningunni í Pálshúsi kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum. Hún hyllir náttúruna og söguna; umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fínlegu bróderíi. En sögurnar á bak við allt þetta liggja víðar, t.d. í gömlum myndum og heimildum, sem öðlast annað og nýtt líf.

Sýningin stendur út ágústmánuð og er samstarf Berjadaga tónlistarhátíðar við Pálshús. Listamaðurinn mun segja frá verkum sínum upp úr kl. 14.

Allir velkomnir!

16:30 Tónleikar – kirkjan

Á hálu lífsins harmasvelli

Kristín Lárusdóttir sellóleikari, kvæðakona og tónskáld

Eftirmiðdagstónleikar sem vara í hálftíma. Hægt að njóta hugljúfrar stundar í kirkjunni. Kristín er þekkt fyrir þjóðlega nálgun í músik og flytur á þessum tónleikum það sem veitir henni innblástur.

Á tónleikunum í Tjarnarborg seinna þennan dag verður flutt verkið hennar Söknuður fyrir kvæðakonu, klarínett og strengjasveit sem hún samdi fyrir Íslenska strengi og var flutt í Hörpu síðastliðið vor.

Aðgangseyrir kr. 1500,-

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri

20:00 Tónleikar – Tjarnarborg

GALA-kvöld

Íslenskir strengir ásamt Gretu Salóme, Hrólfi Sæmundssyni o.fl.

Berjadagar tónlistarhátíð teflir hér fram úrvals listamönnum á einu bretti. Fram verða reidd ólík og grípandi tónverk sem fanga áheyrendur líkt og töfrar! Strengjasveitin Íslenskir strengir kemur fram ásamt konsertmeistaranum Gretu Salóme og einleikarar láta ljós sitt skína. Hljómsveitarstjóri er Ólöf Sigursveinsdóttir. Elmar Gilbertsson bætist í hópinn þegar líða tekur á kvöldið og kemur áheyrendum á óvart…?

Flytjendur: Hrólfur Sæmundsson barítónsöngvari, Elmar Gilbertsson tenórsöngvari, Greta Salóme fiðluleikari og söngkona, Einar Bjartur Egilsson píanóleikari, Ármann Helgason klarínett, Ólöf Sigursveinsdóttir selló og Íslenskir strengir.

Húsið opnar kl. 19 með veitingasölu og tónleikarnir eru í fullri lengd með hléi.
Aðgangseyrir kr. 3500,-

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri

Sunnudagur 1. ágúst

10:00 Ganga – samstarf hátíðarinnar við Ferðafélagið Trölla

Reykjaheiði (5-6 klukkutímar)

Gengið frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Farið verður með rútu frá Ólafsfirði og gengið að Reykjum í Ólafsfirði. Rútuferð til baka.

Umsjón: María Bjarney Leifsdóttir og Harpa Hlín Jónsdóttir.

Upplýsingar á facebook síðu Trölla

Heildarverð: 5000 kr.  (ekki innfalið í hátiðarpassa Berjadaga)

11:00 Útimessa á Kvíabekk

Nánari upplýsingar berast þegar nær dregur. Von er á pönnukökum og kaffi í tilefni af uppbyggingu kirkjunnar sem Hollvinafélag Kvíabekkjarkirkju stendur fyrir og Kvenfélag Kvíabekkjarkirkju. Haldið í tilefni af uppbyggingu á Kvíabekk.

Allir velkomnir!

20:00 Tónleikar – Wagner í Tjarnarborg

Hér verður tekið á því!

Hrólfur Sæmundsson barítón
Einar Bjartur Egilsson píanó
Ólöf Sigursveinsdóttir selló
Margrét Hrafnsdóttir sópran
Ármann Helgason klarínett

Hrólfur Sæmundsson kemur fram í stórum óperuhúsum víða um heim. Hans sérfag er að syngja tónlist eftir Richard Wagner sem er eitt það vandasamasta  sem söngvarar geta tekist á við. Senn líður að því að Hrólfur komi fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg til að syngja aríur úr Wagneróperum eins og Tannhäuser og Tristan og Isolde. Margrét Hrafnsdóttir fékk hlutverk sem valkyrja í óperu Wagners hér heima og syngur fyrir gesti Berjadaga m.a. Liebestod, Aríu Isolde. Einar Bjartur Egilsson er rísandi stjarna í heimi píanóleiks á Íslandi. Hann kemur fram sem flytjandi ,Pathetique’ sónötu eftir Ludwig van Beethoven. Einnig verða flutt tvö kammerverk við ljóð Snorra Hjartarsonar, annars vegar eftir Ingibjörgu Azimu fyrir sópran, klarínett og píanó, og hinsvegar eftir John Speight fyrir barítón, selló og píanó.

Húsið opnar kl. 19 með veitingasölu og tónleikunum lýkur kl. 21:30
Aðgangseyrir kr. 3500,-

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri

22:00 Tónleikar: Hundur í óskilum – Tjarnarborg

,,Hundurinn” stelur senunni!

Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen

Hinir einstöku söng- og íslenskusnillingar Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen stíga á svið í Tjarnarborg. Nú snýr músikin og tungumálið aftur á svið sem aldrei fyrr! Flyglinum verður mjúklega ýtt til hliðar og rýmt fyrir annarskonar hljóðfærum. Því þeir félagar eru þekktir fyrir litríka texta og söngva sem kitla hláturtaugar landans nú sem endranær!

Húsið opnar kl. 21:45. Tónleikarnir standa til kl. 22:45
Aðgangseyrir: 3000 kr.

Miðasala á tix.is og við innganginn – frítt fyrir 18 ára og yngri

Mánudagur 2. ágúst

09:00-12:00 Brunch á Kaffi Klöru með Helenu Reykjalín og Emilíu Rán 

,,Bláber og rjómi” með tónlist og kaffi

Ungur listamaður frá Ólafsfirði flytur eigin lög og þekkt lög. Helena Reykjalín er kornungur trúbador sem töfrar áheyrendur uppúr skónum með fáguðum söng, ljúfum tónsmíðum og mýkt gítarsins. Með henni kemur fram Emilía Rán Jónsdóttir og mynda þær dúó mánudagsins á Kaffi Klöru. Þær hefja leika kl. 10:00 og spila til ca. 11:30 með hléum.

Verð á Brunch: 3000 kr.* (ekki innifalið í hátíðarpassa)

12:00-13:30 Skógrækt með Skógræktarfélagi Fjallabyggðar

Anna María Guðlaugsdóttir plantar trjám með aðstoð gesta hátíðarinnar.  Hist á Kaffi Klöru kl. 12.

Allir velkomnir!

 14:30-16:00 Garðshornsganga – sest í móinn og spekúlerað

Gengin verður létt ganga eftir kindagötum í hlíðum fjalla upp frá Kleifum. Árdalurinn er þekktur fyrir fjölbreytta flóru og gengið með Maríu Bjarneyju Leifsdóttur íþróttafrömuði í Ólafsfirði. Hugað að plöntum, fjallagrösum, sveppum, kantarellum og berjum. María Bjarney upplýsir gesti hátíðarinnar um flóruna í dölum Ólafsfjarðar. Hist á Kaffi Klöru kl. 14:30 og keyrt saman útá Kleifar.

Allir velkomnir!