Arnar Herbertsson - sýning í söluturninum á Siglufirði

Sýning á verkum Arnars Herbertssonar verður opin um helgar frá kl. 15:00-17:00 - í október í Söluturninum á Siglufirði. Arnar Herbertsson, f. 1933, nam við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er einn úr SÚM-hópnum sem hóf að sýna nýstárlega myndlist í anda Popplistar seint á sjöunda áratugnum. Eftir eftir grafíkskeið sitt málaði hann nokkuð af minningarmyndum af æskuslóðum á Siglufirði ásamt altaristöflum í þjóðlegum stíl. Arnar hefur á síðustu árum vakið mikla athygli fyrir litrík abstrakt verk sín. Ný bók um Arnar og list hans fæst á staðnum