Aðventa í Fjallabyggð 2018

VIÐBURÐADAGATAL Á AÐVENTU  Í FJALLABYGGÐ 2018-2019

Eins og fyrri ár er undirbúningur að aðventu og jóladagskrá í Fjallabyggð að hefjast og byrjum við á viðburðadagatalinu.

Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.

Að venju verða ljósin verða kveikt á jólatrénu
á Siglufirði 1. desember og í Ólafsfirði 2. desember.

Upplýsingar um viðburði er hægt að senda á
Lindu Leu markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið: lindalea@fjallabyggd.is eða í síma 464-9117
í síðasta lagi 1. nóvember 2018.

Viðburðadagatalinu verður dreift á öll heimili og fyrirtæki í Fjallabyggð og á vef Fjallabyggðar.

JÓLAMARKAÐUR TJARNARBORGAR

Sunnudaginn 2. desember

Í tengslum við tendrun jólatrés í Ólafsfirði sunnudaginn 2. desember nk. kl 16:00 verður haldinn jólamarkaður í og við Menningarhúsið Tjarnarborg milli kl. 13:00 - 16:00.

Þeir sem hafa hug á því að fá borð eða panta Jólahús vinsamlegast hafi samband við Ástu í síma 853 8020 eða í gegnum netfangið; tjarnarborg@fjallabyggd.is