Vinnuskóli

Vinnuskóli Fjallabyggðar er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið. Lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs.
Umsjón með Vinnuskólanum hefur Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar. Netfang Hauks er haukur[at]fjallabyggd.is og sími 863 1466.
Starfsemi Vinnuskólans er að stærstum hluta fyrir bæjarfélagið en jafnframt veitir skólinn ellilífeyrisþegum og öryrkjum aðstoð við umhirðu garða og lóða gegn vægu gjaldi. 

Fyrir 16 ára og eldri:
Frá árinu 2016 er útgáfu skattkorta hætt en í staðinn er notaður rafrænn persónuafsláttur. Launamaður upplýsir launagreiðanda sinn um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall. Auk þess þarf launamaður að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans af, ef ekki í því lægsta. Ef launamaður á uppsafnaðan persónuafslátt eða vill nýta persónuafslátt maka upplýsir hann launagreiðanda um það. Launamaður getur fengið upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is. Sé þess óskað getur launamaður sótt þangað yfirlit yfir nýttan persónuafslátt á tekjuárinu til að framvísa hjá launagreiðanda. Það er því á ábyrgð launþega að koma upplýsingum til launagreiðanda.