Viltu taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar Neon

Viltu taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar Neon?

Okkur vantar viðbót við hressan og duglegan hóp starfsmanna Neons í vetur. Um er að ræða tímavinnu við skipulagt starf í Neon, bæði seinnipart dags og á kvöldin.

Starfsemi Neons fer fram í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar að Suðurgötu 2-4 Siglufirði.

Óskað er eftir samviskusömum, skapandi og drífandi einstaklingum sem eiga auðvelt með samskipti.

Viðkomandi þarf helst að hafa náð 20 ára aldri og veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi hann til greina í starfið.

Upplýsingar um starfið og starfsemina gefa Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi: salka@fjallabyggd.is og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála rikey@fjallabyggd.is

Umsókn um starfið skal senda á netfangið rikey@fjallabyggd.is í síðasta lagi miðvikudaginn 11. september nk.