Svavar B. Magnússon gefur Fjallabyggð ljósmyndir af náttúruhamförum í Ólafsfirði 28. ágúst 1988

Í sumar setti Svavar B. Magnússon byggingameistari í Ólafsfirði upp ljósmyndasýningu utandyra á Tjarnarborgartorginu. Um er að ræða 45 ljósmyndir af náttúruhamförunum þann 28. ágúst 1988 og fréttaskýringar úr dagblöðum frá þessum tíma. Svavar á nokkuð hundruð myndir af þessum atburði sem geyma mikilvægar heimildir.
Nú hefur Svavar gefið Fjallabyggð þessar ljósmyndir og hefur sýningin verið sett upp á torginu á Siglufirði. Svavari eru færðar kærar þakkir fyrir gjöfina.