09.07.2003
Maður og verksmiðja, dagskrá til heiðurs Þorgeiri Þorgeirsyni verður í Í Gránu, bræðsluhúsi Síldarmynjasafnsins á Siglufirði laugardaginn 12. júlí 2003.Dagskráin hefst kl. 13:00 með vígslu hvíta tjaldsins með sýningu á kvikmynd Þorgeirs, Maður og verksmiðja. Kvikmyndin mun framvegis verða sýnd á hvíta tjaldinu í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins meðan safnið er opið.Í þessum fyrsta hluta dagskrárinnar verður einkum fjallað um Siglufjörð og mótunarár Þorgeirs sem og áhrifavalda.Kl. 15:00 verður síldarsöltun á Síldarminjasafninu, músík og dans.Kl. 16:30 verða kaffi og kleinur í Gránu.Kl. 17:00 Er komið að öðrum hluta dagskrárinnar þar sem einkum verður beint ljósum á rithöfundinn og leikhúsmanninn Þorgeir. meðal annars verður sýnd kvikmynd Þorgeirs og Guðbergs Bergssonar Feigðarsurg.Kl. 18:30 verður boðið upp á kjötsúpu á Gránulofti.Kl. 19:30 hefst síðasti hluti dagskrárinnar þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Þorgeir er í brennidepli. Þar verða meðal annars sýnd heimildamyndin Samræða um kvikmyndir sem og kvikmynd Þorgeirs Grænlandsflug. Restina rekur síðan einstök heimildamynd um ísland frá árinu 1938 eftir danska kvikmyndagerðarmanninn Kaptein Dam.Kl. 23:00 verður miðnætursigling um fjörðinnFjölmargir listamenn og fræðimenn munu koma fram í dagskránni sem fléttast saman í tali, tónum og kvikum myndum. Meðal þeirra sem koma fram eru Anna Sigríður Einarsdóttir leikkona, Ari Halldórsson kennari, Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur, Eggert Þorleifsson leikari, Gunnsteinn Ólafsson fiðluleikari, Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður, Tómas Gunnarsson lögfræðingur, Viðar Eggertsson leikstjóri, Vilborg Dagbjartsdóttir skáld, Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri síldarminjasafnsins. Þorgeir Þorgeirson er heiðursgesturSunnudaginn 13. júlí verða kvikmyndirnar Maður og verksmiðja og Samræða um kvikmyndir sýndar til skiptis á hvíta tjaldinu í gránu frá kl. 10 til 18