"Lífið á Sigló" Ljósmyndavefur með fréttatengdu efni um Siglufjörð opnaður.

Opnaður hefur verið vefurinn "Lífið á Sigló" sem er ljósmyndavefur með fréttatengdu efni um Siglufjörð. Vefurinn er á slóðinni ljosmyndasafn.com en Steingrímur Kristinsson hefur umsjón með vefnum.Steingrími er óskað til hamingju með fínan miðil og vonandi skoða sem flestir þennan vettvang fyrir fréttir úr bæjarlífinu og margt fleira.