SÍMANÚMER
464 9100
Flýtilyklar
Fréttir & tilkynningar
Breyting á aðalskipulagi – Kleifar Ólafsfirði
19.03.2018
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 15. mars s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á landnotkun og skilmálum um hverfisvernd fyrir byggðina á Kleifum í Ólafsfirði. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.
Tillaga að verndarsvæði í byggð – Þormóðseyri Siglufirði
19.03.2018
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi 15. mars sl. að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Siglufirði, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Svæðið sem um ræðir er um 7.000m2 að stærð og afmarkast af Aðalgötu til suðurs, Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs og Grundargötu til vesturs.
Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sigraði í hönnunarkeppninni Stíl
19.03.2018
Þær Birna Björk Heimisdóttir, Cristina Silvia Cretu og Sunna Karen Jónsdóttir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar sigruðu í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu Digranesi þann 17. mars s.l. Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir kennari var þeim innan handar við undirbúning keppninnar.
Auglýsing – íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar
16.03.2018
Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. maí 2017 fer fram laugardaginn 14. apríl 2018
Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 og verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Bæjarstjórn samþykkir íbúakosningu um fræðslustefnu Fjallabyggðar
16.03.2018
Á 547. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fari fram þann 14. apríl 2017. Kosið verður í tveimur kjördeildum, þ.e. Ráðhúsi Fjallabyggðar og í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga. Leitað var ráðgjafar Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem kom með tillögu að spurningu.
Gildandi fræðslustefna - sömu námstækifæri í yngstu árgöngum
15.03.2018
Gildandi fræðslustefna skapar aðstæður til sömu námstækifæra nemenda í yngstu árgöngum
Eitt af markmiðum nýju fræðslustefnunnar er að bæta námsaðstæður nemenda þannig að grunnskólinn bjóði nemendum jöfn námstækifæri svo þeir nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Í ytra mati sem gert var haustið 2015 á Grunnskóla Fjallabyggðar var bent á að samræma þyrfti kennsluáætlanir barna innan hvers árgangs í yngri árgöngum.
Viðburðir í Alþýðuhúsinu helgina 17. -18. mars
14.03.2018
Helgina 17. – 18. mars verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni 17. mars kl. 15.00 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki 18. mars kl. 14.30.
Tónlistarnám hluti af samfelldum skóladegi yngri nemenda
13.03.2018
Eitt af markmiðum Fræðslustefnu Fjallabyggðar er að markvisst skuli unnið að því að auka samstarf við annað tómstundaframboð barna og ungmenna þannig að tónlistarnám geti verið hluti af samfelldum skóladegi. Með nýju fræðslustefnunni er mögulegt að starfrækja samþætt skóla- og frístundarstarf fyrir börn í 1.-4.bekk, svokallaða Frístund.
157. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar
13.03.2018
157. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 15. mars 2018 kl. 17.00
Nýtt frímerki í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar
13.03.2018
Þann 26. apríl nk. mun Pósturinn, Frímerkjasalan gefa út nýtt frímerki í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar.
Þetta kemur fram á vefsíðu frímerkjasölu Póstsins og í nýjasta tölublaði Frímerkjafrétta.
Verðgildi frímerkisins innanlands er 180 krónur og hönnuður þess er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður.
Merkið verður gefið út í 70.000 eintökum og verða 10 frímerki í hverri örk.
Prenta
Fréttasafn
- 2018
- janúar febrúar mars apríl
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2006
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2005
- janúar febrúar mars apríl maí júní september október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní september október nóvember desember
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember
- 2002
- október nóvember desember
- 1970
- janúar