Ytra mat Leikskóla Fjallabyggđar

Í september 2017 var framkvćmt svokallađ ytra mat á Leikskóla Fjallabyggđar.

Fjallbyggđ hefur nú fengiđ matsskýrslu senda frá Menntamálastofnun. 

Matiđ var framkvćmt af Kolbrúnu Vigfúsdóttur og Sigrúnu Einarsdóttur og fór fram á vettvangi 25.-28. september 2017. Áđur hafđi fariđ fram gagnaöflun og undirbúningur. Teknir voru fyrir eftirfarandi matsţćttir: Leikskólinn og umhverfi hans, stjórnun, uppeldis- og menntastarf, skólabragur og samskipti, foreldrasamstarf og ytri tengsl, sérfrćđiţjónusta og sérkennsla og innra mat.

Markmiđ mats og eftirlits međ gćđum starfs í leikskólum er samkvćmt 17. grein laga um leikskóla nr. 90/2008:

 • ađ veita upplýsingar um skólastarf, árangur ţess og ţróun til frćđsluyfirvalda, starfsmanna leikskóla, viđtökuskóla og foreldra
 • ađ starfsemi skóla sé í samrćmi viđ ákvćđi laga, reglugerđa og ađalnámskrá leikskóla
 • ađ auka gćđi náms og leikskólastarfs og stuđla ađ umbótum
 • ađ tryggja ađ réttindi barna séu virt og ađ ţau fái ţá ţjónustu sem ţau eiga rétt á samkvćmt lögum

Međ ytra mati er unniđ ađ öllum ţessum markmiđum og sérstök áhersla lögđ á ađ efla og styđja innra mat og gćđastjórnun leikskóla, styđja viđ leikskólastjórnendur og leikskólakennara í umbótum á eigin starfi, hvetja leikskólakennara til ađ vinna saman ađ ţví ađ bćta eigin starfshćtti og vera leikskólum hvati til frekari skólaţróunar. Grundvöllur ytra mats eru leiđbeiningar mennta- og menningarmálaráđuneytis um ytra mat leikskóla. Viđ matiđ eru notuđ viđmiđ um gćđastarf á leikskólum, sem unnin hafa veriđ upp úr viđmiđum og vísbendingum fyrir innra og ytra mat á gćđum leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Viđmiđin eru byggđ á lögum og reglugerđum um leikskólastarf og ađalnámskrá leikskóla og eru áherslur Kennarasambands Íslands hafđar til hliđsjónar.

Í niđurstöđum skýrslunnar kemur međal annars fram ađ ytra mat međ vettvangsathugunum, viđtölum og greiningu gagna í Leikskóla Fjallabyggđar leiđi í ljós ađ í Fjallabyggđ fer fram gott leikskólastarf sem er í góđu samrćmi viđ áherslur í skólastefnu sveitarfélagsins. Ađ starfsmenn leggji metnađ sinn í ađ vinna vel og skapa börnunum góđ uppeldis- og ţroskaskilyrđi. Börnunum líđi vel, eru sjálfsörugg og frjálsleg. Foreldrar séu almennt ánćgđir međ leikskólann og samskipti viđ stjórnendur og starfsmenn. Samstarf milli leikskólans og grunnskólans se gott sem og samstarf leikskólans viđ íţróttahús og tónskóla Fjallabyggđar. Gott samstarf sé viđ stofnanir í nćrsamfélaginu.

Metnir voru eftirfarandi ţćttir í starfi Leikskóla Fjallabyggđar:

 • leikskólinn og umhverfi hans 
 • stjórnun, uppeldis- og menntastarf
 • mat á námi og velferđ barna 
 • skólabragur og samskipti 
 • velferđ og líđan barna 
 • foreldrasamvinna og ytri tengsl 
 • skóli án ađgreiningar, innra mat


Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér