Vorhreinsun í Fjallabyggđ

Dagana 14. og 15. maí verđur árleg vorhreinsun í Fjallabyggđ. Bćjarbúar, stofnanir og fyrirtćki eru hvött til ađ hreinsa til á lóđum sínum og nćrumhverfi eftir veturinn. 

Undanfariđ hefur veriđ mikil umhverfisvakning í Fjallabyggđ og fólk veriđ duglegt viđ ađ tína upp rusl í sveitarfélaginu sem komiđ hefur í ljós međ hćkkandi sól. Íbúar hafa m.a. gengiđ fjörur og tínt rusl og tekiđ ţátt í svokölluđu „plokki“ sem snýst um ađ tína upp rusl á förnum vegi á međan gengiđ er eđa skokkađ. Fjallabyggđ hvetur íbúa, fyrirtćki og stofnanir ađ halda áfram á sömu braut og hreinsa til á lóđum sínum og gera snyrtilegt í kringum sig eftir veturinn. Starfsmenn bćjarins verđa á ferđinni mánudaginn 14. maí og ţriđjudaginn 15. maí til ađ fjarlćgja garđaúrgang sem settur hefur veriđ viđ lóđarmörk.

Athygli skal vakin á ţví ađ húseigendum ber ađ fara međ lausafjármuni, spilliefni, timbur, málma og brotajárn á gámasvćđi.

Tökum öll höndum saman viđ ađ fegra fallegu Fjallabyggđ

Tćknideild Fjallabyggđar