Úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna og European Heritage Makers Week

Í vor stóđ Minjastofnun Íslands fyrir Menningarminjakeppni grunnskólanna í tilefni af Menningararfsári Evrópu 2018. Menningarminjakeppnin er hluti af stćrri viđburđi Evrópuráđsins, European Heritage Makers Week. Í Menningarminjakeppnina bárust sjö verkefni frá tveimur skólum: Grunnskólanum á Drangsnesi og Grunnskóla Fjallabyggđar.

Úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna voru tilkynnt fimmtudaginn 5. júlí og hreppti Magndís Hugrún Valgeirsdóttir, nemandi í 6. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, fyrsta sćtiđ. Vinningsverkefni Magndísar er ţriggja mynda vatnslitasería sem sýnir ólíka ţćtti tilverunnar á hvalveiđistöđinni á Strákatanga viđ Steingrímsfjörđ á međan hún var starfrćkt á sautjándu öld.

Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggđar hrepptu annađ sćtiđ, ţćr Sandra Rós Bryndísardóttir, Ţórný Harpa Rósinkranz Heimisdóttir og Karen Sif Sigurbergsdóttir, fyrir myndbandsverk um Evanger verksmiđjuna á Siglufirđi.

Í ţriđja sćti var Guđbjörg Ósk Halldórsdóttir, nemandi í 4. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, en hún samdi örljóđ um ţađ sem hún hafđi lćrt í heimsókn á Strákatanga.

Öll verkefnin sem bárust í Menningarminjakeppnina voru send út í European Heritage Makers Week. Alls bárust ţangađ 82 verkefni frá átta löndum. 
Hér má sjá heimasíđu European Heritage Makers Week: http://www.europeanheritagedays.com/European-Heritage-Makers-Week/

Hér má sjá frekari upplýsingar um Menningarminjakeppni grunnskólanna

Í dómnefnd sátu Agnes Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Elísa Björg Ţorsteinsdóttir, listfrćđingur.