Sýningaropnun - Afskekkt í sýningarrými Seguls 67

Miđvikudaginn 4. júlí kl. 18.00 – 21.00 opnar sýningin Afskekkt í sýningarrými Seguls 67 á Siglufirđi. Sýningin er opin daglega kl. 14.00 – 18.00 á Strandmenningarhátíđinni til 8. júlí.

Listamennirnir sem taka ţátt í sýningunni Afskekkt eru allir búsettir, alfariđ eđa ađ hluta í Fjallabyggđ, og er áhugavert ađ stefna ţeim saman til sýningar á Strandmenningarhátíđ. Listamennirnir eru: Örlygur Kristfinnsson, Brynja Baldursdóttir, Helena Hansdóttir Aspelund, Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir, Bergţór Morthens, , Hrafnhildur Ýr Denke, Brák Jónsdóttir,  J Pasila,  Arnar Ómarsson,  Ólöf Helga Helgadóttir,  Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friđbjarnarson, Eva Sigurđardóttir,  Hólmfríđur Vídalín Arngrímsdóttir, Garún,  Bára Kristín Skúladóttir.

Afskekkt

Ađ morgni hátíđardags fara vegaverkamenn á fánum skreyttu fjórhjóli um bćinn og mála sebradýr ţvert á akbrautir. Íbúar Fjallabyggđar safnast saman til rćđuhalda, kaffidrykkju og skemmtana. Fólk er uppáklćtt og lćtur napran norđan vindinn ekki hafa áhrif á hátíđarskapiđ. Enn snjóar í fjöll, enda erum viđ stödd í einni af nyrstu byggđum Íslands. Í dag er heldur rólegra yfir Siglufirđi en Ólafsfirđi ţar sem hátíđardagskráin fer fram ađ mestu. Kötturinn Lóa hirđir ekki um sebrarendurnar og lallar letilega skáhallt yfir Túngötuna. Fjölskyldur aka saman um bćinn og kíkja inn á sýningar og söfn. Hér veit fólk ađ einstaklingsframtakiđ er lífsnauđsynlegt sem og samvinna og samhugur í öllum málum. Ţađ hefur sýnt sig ađ ţađ munar um hverja manneskju og hverja ţá skapandi hugsun sem kemur góđu til leiđar. Frumkrafturinn á ţessum afskekkta stađ stafar frá ólgandi Atlantshafinu, frá stórbrotnum fjallahringnum sem umvefur allt, međ norđanstormi og sunnanvindum. Mannlífiđ er í takti viđ náttúruna og vitundina um ađ hér er fegurđin fegurst og drunginn dekkstur.

Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir, sýningarstjóri.