Skráning muna SPS og sýningar

Skráning muna SPS og sýningar
Passíusálmarnir

Nú er lokiđ skráningu muna sem Hérađsskjalasafni Fjallabyggđar bárust frá gamla Sparisjóđ Siglufjarđar. Međal ţess sem barst voru glerskápar og voru ţeir teknir til handagagns á safninu. Munir SPS eru nú til sýnis á bókasafninu og einnig gafst tćkifćri til ađ bćta viđ nýrri sýningu á Passíusálmunum.

Á ţessu ári eru 350 ár síđan Passíusálmar Hallgrims Péturssonar komu fyrst út. Ţeir voru gefnir út á Hólum í Hjaltadal áriđ 1666. Hérađsskjalasafniđ á fyrstu útgáfuna frá árinu 1666 og er nú hćgt ađ líta hana augum.
Undanfariđ hefur forstöđukona unniđ ađ ţví ađ safna saman hinum ýmsu útgáfum Passiusálmana og eru 10 útgáfur frá 17., 18. og 19. öld nú til sýnis á bókasafninu. Ţessar bćkur allar eru úr Hraunasafninu sem er bókasafn Guđmundar Davíđssonar á Hraunum. Ţađ var keypt af honum áriđ 1938 fyrir 5.000 krónur borgađar međ afborgunum. Er skráđ í gamla fundargerđ bćjarins ađ bannađ sé ađ láta frá sér, henda eđa selja eina einustu bók úr safni hans. Kom ţađ til út af ţví ađ eftir stríđ var Siglufjarđarkaupstađur félítill og vildu einhverjir selja bćkur úr safni Guđmundar til ađ styrkja stöđu bćjarsjóđs.
Sýningar í glerskápum eru nú:
1. Munir norrćna félagsins
2. Munir frá karlakórnum Vísi
3. Munir frá Sparisjóđ Siglufjarđar
4. Munir sem fundist hafa viđ tiltekt
5. Passíusálmar, útgáfur 1666, 1704, 1722, 1727, 1748, 1780, 1825, 1832, 1834, 1836(x2)
Myndir má sjá á facebooksíđu bókasafnsins