Samstarf Grunnskóla Fjallabyggđar og MTR hefur gengiđ vel og er í sókn

Samstarf Grunnskóla Fjallabyggđar og Menntaskólans á Tröllaskaga hefur tekiđ stakkaskiptum eftir ađ unglingadeildin flutti til Ólafsfjarđar. Nemendum 8.-10. bekkjar var bođiđ ađ taka ţátt í sápuboltamóti MTR í haust og öllum nemendum í 6.-10. bekk bođiđ upp á grillađar pylsur.

Nemendur Grunnskólans eru nú stađnemendur í valgreinum í MTR ásamt ţví ađ ţeir nemendur sem hafa lokiđ hćfniviđmiđum Grunnskólans í tilteknum bóknámsgreinum eru stađnemar í framhaldsskólaáföngum. Hugmyndir hafa komiđ fram um frekara samstarf í listgreinum og einnig er vilji til ađ skođa miđannaráfanga.

Nýlega var stofnađ starf umsjónarkennara grunnskólanema viđ MTR. Ţví starfi er ćtlađ ađ efla og bćta ţjónustu viđ grunnskólanema sem stunda nám viđ MTR. Einnig hefur Grunnskólinn fengiđ kennara í MTR til ţess ađ kenna valnámskeiđ.

Samstarf um FabLab er hafiđ og mikill áhugi ađ koma ţví á laggirnar í formi valgreina í unglingadeild GF og/eđa sem áfanga í MTR, samvinnu kennara í GF og MTR og hugsanlega međ ţátttöku atvinnulífs á svćđinu ţar sem mikil tćkniţekking ásamt vélum sem notađar eru í FabLab eru til stađar í MTR og hjá fyrirtćki á Ólafsfirđi.