Lubba vinna í leikskólanum

Leikskólinn í Fjallabyggđ hefur unniđ markvisst međ Lubba námsefni í 1 ár. Námsefniđ er hugsađ til málörvunar og hljóđnáms fyrir börn á aldrinum eins til sjö ára. Höfundar efnisins eru Ţóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafrćđingar http://www.lubbi.is/. Rannsóknir sýna ţađ ađ hljóđanám eflir hljóđkerfisvitund barna og leggur góđan grunn ađ lestrarnámi. Efniđ stuđlar einnig ađ auđugri orđaforđa og ýtir undir skýrari framburđ. Vinnan í leikskólanum í Fjallabyggđ hefur gengiđ mjög vel og efniđ er sýnilegt á deildum, unniđ er međ stafina á fjölbreyttan hátt og hver deild lagar námsefniđ ađ aldri og ţroska barnanna. Viđ höfum fundiđ fyrir ţví ađ vinnan okkar skilar árangri og međ góđu upplýsingaflćđi til heimilis ţá eru foreldrar međvitađri um starfiđ okkar.  

Vinnan hefur gengiđ einstaklega vel međ börnum međ sérţarfir, ţađ sjáum viđ á gleđinni sem ríkir og hljóđum sem viđkomandi einstakingar ná ađ tileinka sér. Óskađ var eftir nćrveru kennara frá leikskólanum á Lubba vinnufund í Reykjavík ţann 2. febrúar. Á ţessum vinnufundi komu saman kennarar víđa af landinu til samráđs um Lubba vinnuna. Ţar sögđum viđ sérstaklega frá okkar vinnu međ börnum međ sérţarfir, sýndum efniviđ sem viđ höfum búiđ til, myndir og videó myndbrot af okkar vinnu.

Markmiđ međ lćsis kennslu samkvćmt Ađalnámskrá leikskóla er ađ nemendur séu virkir ţátttakendur í ađ umskrifa og umskapa heiminn međ ţví ađ búa sér til eigin merkingu og bregđast viđ á persónulegan og skapandi hátt.

Vinnan okkar međ Lubba námsefniđ er ein af leiđunum ađ ţessu markmiđi.

Lćsi er lykill ađ ćvintýrum.