Lífshlaupiđ 2018 hefst 31. janúar

Íţrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á ađ Lífshlaupiđ 2018 hefst 31. janúar.

Lífshlaupiđ er heilsu- og hvatningarverkefni Íţrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfđar til allra landsmanna. Markmiđ ţess er ađ hvetja landsmenn til ţess ađ fara eftir ráđleggingum embćttis landlćknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eđa viđ val á ferđamáta. Í ráđleggingunum segir ađ börn og unglingar ćttu ađ hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorđnir ćttu ađ stunda miđlungserfiđa hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Lífshlaupiđ skiptist í fjóra keppnisflokka: 

  • vinnustađakeppni frá 31. janúar – 20. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (ţrjár vikur) 
  • framhaldsskólakeppni frá 31. janúar – 13. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvćr vikur) 
  • grunnskólakeppni frá 31. janúar – 13. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvćr vikur)
  • einstaklingskeppni ţar sem hver og einn getur skráđ inn sína hreyfingu allt áriđ

Skráning fer af stađ 17. janúar og um ađ gera ađ taka ţátt frá upphafi. Skráningarferliđ er einfalt og ţćgilegt. Gaman er ađ geta fylgst međ sinni hreyfingu og jafnframt tekiđ ţátt í ţessari skemmtilegu landskeppni. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nćr ráđleggingum embćttis landlćknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráđlagt ađ hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag. Einnig er auđvelt ađ ná í hreyfinguna sína úr Strava og Runkeeper fyrir ţá sem ţađ nota.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupiđ og skráningu gefur Hrönn Guđmundsdóttir sviđsstjóri Almenningsíţróttasviđs ÍSÍ, á hronn@isi.is eđa í síma: 514-4000.  

SKRÁĐU ŢIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is