Kraftmikiđ starf í Leikskóla Fjallabyggđar í vetur

Í vetur hafa gildi og leiđarljós frćđslustefnunnar endurspeglast međ markvissum hćtti í starfi Leikskóla Fjallabyggđar. Leiđarljós frćđslustefnunnar er Kraftur – Sköpun - Lífsgleđi.

Kraftur býr í starfsfólki leikskólans og nú er samstarf milli starfsstöđva Leikhóla og Leikskála í mikilli ţróun – Nú ţegar er starfsmannahópurinn í ţónokkrum samskiptum og sćkir námskeiđ og frćđslu saman en frekara samstarf og samvinna er á teikniborđinu og mörg mörg sóknarfćri eru á ţeim vettvangi. Hafin er endurskođun skólanámskrár Leikskóla Fjallabyggđar. Ađ henni vinna allir starfsmenn leikskólans og markmiđiđ er ađ međ ţeirri vinnu náist enn frekari samhljómur og samrćming verklags og viđfangsefna.

Vinnuađferđir kennara í Leikskóla Fjallabyggđar í Lubba námsefninu hafa vakiđ athygli og kennurum frá Leikskálum var bođiđ ađ taka ţátt í námstefnu um Lubba nú í byrjun febrúar og kynna hvernig nýta má ţetta námsefni međ mikiđ sjónskertum nemendum.

Sköpun: Lögđ er áhersla á kennslu gegnum leik. Inn í leikinn fléttast sköpun í víđasta skilningi. Kennsluađferđinni Leikur ađ lćra er beitt markvisst og leikskólinn hefur fengiđ til sín námskeiđ í ţeirri kennsluađferđ. Hún byggist á ţví ađ inn í starfiđ fléttast leikir og fróđleikur sem eykur orđaforđa, málvitund og lćsi barnanna í víđum skilningi. Leikur ađ lćra efniđ nýtir hreyfileiki markvisst og leggur áherslu á ađ nám getur fariđ fram viđ margvíslegar ađstćđur. Ađstćđur yngri barna til leiks og sköpunar hafa veriđ bćttar m.a. međ fjölbreyttara leikefni.

Lífsgleđi

Í nýlega birtri skýrslu um ytra mat í Leikskóla Fjallabyggđar kemur fram „ađ ţar fer fram gott leikskólastarf sem er í góđu samrćmi viđ áherslur í skólastefnu sveitarfélagsins. Börnunum líđur vel eru sjálfsörugg og frjálsleg“  

Markvisst er gleđinni haldiđ á lofti og uppbrotum fléttađ inn í daglegt starf. Kennari frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga syngur međ börnunum og spilar á gítar, einu sinni í viku á báđum starfsstöđvum, skemmtilegar og fjörugar stundir sem börnin bíđa spennt eftir. Ađrar söngstundir eru reglulegar og lífsgleđin höfđ í hávegum í öllu starfi.