Könnun á öryggi barna í bílum

Könnun á öryggi barna í bílum
Mynd: www.umferd.is

Slysavarnafélagiđ Landsbjörg, Sjóvá, VÍS og Samgöngustofa gerđu haustiđ 2015 könnun á öryggi barna í bílum. Sambćrilegar kannanir hafa veriđ gerđar undanfarin 30 ár en á árunum 1985 til 2011 voru árlega gerđar kannanir en eftir 2011 hafa ţćr veriđ gerđar annađ hvert ár.

Nú liggur fyrir niđurstađa könnunarinnar 2015 sem gerđ var viđ 60 leikskóla í 25 bćjarfélögum víđa um land međ 2.236 ţátttakendum. Félagar í slysavarnadeildum og björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víđa um land, starfsfólk tryggingafélaganna Sjóvár, VÍS og starfsfólk Samgöngustofu sáu ađ ţessu sinni um framkvćmd könnunarinnar.

Helstu niđurstöđur eru ţessar:
· Međaltal látinna barna í umferđinni fer úr 5,5 í 0,8 á 30 árum
· Fćrri börn látast í umferđinni međ aukinni notkun öryggisbúnađar
· Áriđ 1985 voru 80% barna laus í bílum en áriđ 2015 eru ţau 2%
· Mikill árangur međ lagasetningu og aukinni vitund um öryggisbúnađ
· Misjafn árangur milli sveitarfélaga
· Ţrátt fyrir jákvćđa ţróun er niđurstađan ekki ásćttanleg
· Hástökk á Fáskrúđsfirđi og Grindavík í auknu öryggi barna í bílum

Ţađ vekur athygli ađ áriđ 1985 voru um 80% barna alveg laus í bílum en í dag er ţađ hlutfall komiđ niđur í 2%. Á ţessum ţremur áratugum hefur banaslysum međal barna í umferđinni fćkkađ umtalsvert.
Ţrátt fyrir ţennan góđa árangur er ţađ ekki ásćttanlegt ađ einhverjir skuli enn sleppa ţví ađ nota viđeigandi öryggisbúnađ – búnađ sem getur skiliđ milli lífs og dauđa barns ef slys á sér stađ.

Áriđ 2013 voru 20% barna á Siglufirđi og í Ólafsfirđi laus í bílunum eđa notuđu ekki fullnćgjandi öryggisbúnađ. Í könnuninni sl. haust var Siglufjörđur ekki međ ţannig ađ ekki er hćgt ađ sjá samanburđ viđ áriđ 2013. Aftur á móti var stađan tekin í Ólafsfirđi og ţví miđur er niđurstađan ekki góđ. Ađeins 68% barna voru í viđeigandi búnađi. Nánari upplýsingar um niđurstöđur ţessarar könnunnar má sjá hér.