í góđu skapi - Tónleikar í Ţjóđlagasetri

Sunnudagskvöldiđ 19. ágúst mun fjöllistakonan Unnur Malín Sigurđardóttir skapa notalega stemmningu međ söng, gítarleik og upplestri í Bjarnastofu Ţjóđlagasetursins. Flutt verđa fjölţjóđleg sönglög, flest frumsamin, en einnig fá nokkrar vel valdar ábreiđur ađ fljóta međ í bland. Til ađ brjóta upp tónaflóđiđ mun Unnur Malín ađ auki krydda efnisskrána međ upplestri úr nokkrum vel völdum bókum. Upplesturinn samanstendur af léttum og stuttum köflum úr verkum Elísabetar Jökulsdóttur, Örlygs Sigurđssonar, föđurafa Unnar Malínar, og fleirri höfunda.

Unni Malínu finnst gaman ađ spinna af fingrum fram og ţannig vinna međ allt litróf tilfinningaskalans. Tónlist hennar er fjölbreytt, oft ţjóđlagaskotin og dálítiđ djössuđ. Finna má seiđandi lúppur og kjafttakta, ađlađandi og grípandi laglínur viđ texta á hinum ýmsu tungumálum. Hljóđheimurinn er fjölbreyttur og áhugaverđur, dramatískur og fyndinn.

Unnur Malín er afar fjölhćfur listamađur sem hefur rannsakađ hina ýmsu kima listarinnar. Hún hefur haldiđ alls kyns tónleika ţar sem hún leikur á mörg ólík hljóđfćri og syngur af hjartans lyst. Hún hefur fengist viđ leiklist međ áhugaleikfélögum, lesiđ upp ljóđ og texta og framiđ gjörninga. Ţá hefur hún sinnt myndlist í hjáverkum og eftir hana liggja tvívíđ og ţrívíđ verk. Unnur Malín hefur einnig fengist viđ tónsmíđar og međal ţeirra flytjenda sem flutt hafa verk hennar eru Duo Harpverk, Kammerkór Suđurlands, Skálholtskórinn og Lúđrasveit Reykjavíkur.

Um árabil lék Unnur Malín í hljómsveitinni Ojba Rasta. Hljómsveitin átti nokkrum vinsćldum ađ fagna, túrađi vítt og breytt um landiđ og gaf út tvćr breiđskífur. Međ Ojba Rasta lék Unnur Malín í fyrsta sinn á Siglufirđi – en hún hefur alla tíđ haft sterka tenginu viđ fjörđinn og má segja ađ hún hagi sér líkt og farfugl sem kemur á hverju sumri (eđa svona hér um bil). Unnur Malín hélt sína fyrstu sólótónleika í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi fyrir rúmum tveimur árum. Síđan ţá hefur mikiđ vatn runniđ til sjávar, ný lög litiđ dagsins ljós og sum tekiđ stökkbreytingum.

Láttu ţessa stund ekki framhjá ţér fara. Ef ţú veist ekki í hverju ţú átt ađ vera, vertu ţá bara í góđu skapi!

Kvöldstundin hefst klukkan 20:00, ađgangur er ókeypis og allir velkomnir!