Fjallabyggđ gerir kröfur um aukiđ öryggi farţega skólabíls

Í nýjum samningi viđ Hópferđabíla Akureyrar um skóla- og frístundaakstur fyrir tímabiliđ 2017-2020 er gert ráđ fyrir auknu öryggi farţega skólabílsins. Í síđasta lagi um áramót verđa öll sćti í skólabílnum međ 3ja festu mjađma- og axlarbeltum og börn sem ekki hafa náđ 135 cm hćđ munu sitja á bílsessum međ baki sem Fjallabyggđ útvegar í bílinn. Fjallabyggđ tekur ţátt í kostnađi viđ ađ skipta um sćti í bílnum á móti fyrirtćkinu.

Međ ţessum samningi gerir Fjallabyggđ ríkari kröfur til öryggis farţega í skólabílnum umfram ţćr kröfur sem fram koma í reglum um skólaakstur nr. 656/2009 og reglugerđ um notkun öryggis- og verndarbúnađar í ökutćkjum nr. 348/2007.