Félagsmiđstöđin gerir góđverk í Fjallabyggđ

Unglingar í félagsmiđstöđinni Neon hafa undanfarin ár safnađ fyrir ferđ á Samfestinginn í Laugardalshöll međ óskum um styrki bćđi frá fyrirtćkjum og einstaklingum. Í ár er engin breyting ţar á en ţó ćtla unglingarnir ađ bjóđa upp á ţá nýbreytni ađ hafa góđgerđarviku.

Góđgerđarvikan verđur dagana 12.-16. mars og fer ţannig fram ađ á ţessum tíma geta einstaklingar, fyrirtćki og stofnanir óskađ eftir ađstođ / vinnuframlagi eđa góđverki frá unglingunum og e.t.v. styrkt ţau til ferđarinnar í stađinn. Góđverkin verđa innt af hendi eftir ađ skóla lýkur á daginn. Styrkur er samt alls ekki skilyrđi fyrir góđverkinu. Unglingarnir munu eins og fyrri ár ganga í hús og óska eftir styrkjum í formi lágra upphćđa frá einstaklingum og ţá er mjög gaman ađ geta sagt frá ţví ađ ţau séu ađ vinna góđverk fyrir samfélagiđ í stađinn.

Góđverkin geta veriđ í formi:

  • Setja í poka fyrir fólk í búđinni og bera vörur út í bíl
  • Moka úr tröppum
  • Fara út međ hundinn
  • Vaska upp á kaffistofum
  • Spila viđ fólkiđ á dvalarheimilunum / mćta í bingó
  • Hjálpa til í stofnunum/fyrirtćkjum
  • Týna rusl í bćnum
  • Fylla á kćla og hillur í búđ


Ađrar góđar hugmyndir eru vel ţegnar.
Einstaklingar og fyrirtćki geta „pantađ“ góđverk međ ţví ađ hafa samband viđ Daníelu, umsjónarmann Neons í síma 777-4020 eđa í netfang danielajohannsdottir@gmail.com