Elías Ţorvaldsson lćtur af störfum

Elías Ţorvaldsson lćtur af störfum
Elías (t.h.) ásamt Magnúsi Ólafssyni skólastjóra

Ţegar Tónskóla Fjallabyggđar var slitiđ nú í maímánuđi var tilkynnt ađ ađstođarskólastjórinn, Elías Ţorvaldsson, myndi nú láta af störfum eftir rúmlega 40 ára samfelldan starfsferill hjá Tónskóla Fjallabyggđar, áđur Tónlistarskóla Siglufjarđar.

Elías fór fyrst ađ kenna tónlist á Siglufirđi á vegum verkalýđsfélaganna á árunum 1972-1975.
Hann kenndi viđ Tónlistarskóla Siglufjarđar frá stofnun hans áriđ 1975 til ársins 2010 og var skólastjóri hans frá 1977-2010.
Ađstođarskólastjóri Tónskóla Fjallabyggđar 2010-2016.

Elías kenndi einnig tónmennt viđ Grunnskóla Siglufjarđar til fjölda ára og ţá sinnti hann enskukennslu í efri bekkjum Grunnskólans í nokkur ár.
Hann útskrifađist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands voriđ 1992, međ ensku sem valgrein, en lokaritgerđ hans nefndist "Tónlist og tungumálanám."

Hann lék međ hljómsveitinni Gautar í u.ţ.b. 30 ár og tók ásamt hljómsveitinni ţátt í "Vísisćvintýrinu" međ tilheyrandi plötuupptökum, tónleikum og ferđalögum m.a. til Danmerkur og Frakklands undir stjórn hins frábćra kórstjóra og tónlistarmanns Gerhards Schmidt.

Elías hefur í gegnum tíđina stjórnađ ýmsum kórum til margra ára, t.d. Barnakór Grunnskólans, Kvennakór Siglufjarđar, Karlakór Siglufjarđar og er núverandi stjórnandi Karlakórsins í Fjallabyggđ.
Ţá eru ótaldir ýmsir samspilshópar sem hann hefur haft umsjón međ, t.d. Harmonikkusveit Siglufjarđar sem lengi var mjög virkur félagsskapur. Allt ţetta samstarf gat veriđ bćđi krefjandi og gefandi og í minningunni lifa ekki síst ógleymanlegar söng- og hljómsveitaferđir innanlands og einnig til annarra landa međ frábćru fólki.

Elías Ţorvaldsson er fćddur á Siglufirđi 24. maí 1948, sonur hjónanna Ţorvaldar Ţorleifssonar og Líneyjar Elíasdóttur, yngstur ţriggja systkina.
Hann stundađi nám viđ Barnaskólann og Gagnfrćđaskóla Siglufjarđar og einnig Iđnskólann á Siglufirđi.
Tónlistin heillađi hann alla tíđ og nam hann tónlist hjá ýmsum góđum kennurum og má ţar sérstaklega nefna Sigursvein D. Kristinsson og Gerhard Schmidt.

Ţó svo ađ Elías hverfi nú frá kennslu ţá á hann mörg áhugamál, hann hefur t.d. gert töluvert af ţví ađ semja tónlist og vonast nú til ađ geta gert meira af ţví, ásamt ţví ađ verja meiri tíma međ fjölskyldunni.

Fjallabyggđ ţakkar Elías kćrlega fyrir hans framlag til eflingar tónlistarkennslu og tónlistarmenningar á öllum ţessum árum og óskar honum velfarnađar.