Dagur íslenskrar tungu í dag

Dagur íslenskrar tungu í dag
Skáldiđ og frćđimađurinn Jónas Hallgrímsson

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fćđingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fćddist áriđ 1807 og ţví eru 210 ár frá fćđingardegi hans í dag. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfrćđingur og rannsakađi íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla voriđ 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuđu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritiđ Fjölni, hann ţýddi mikiđ á íslensku og var mikill nýyrđasmiđur.

Skólar og stofnanir víđsvegar um Fjallabyggđ halda jafnan dag íslenskrar tungu hátíđlegan. Fáni var međal annars dreginn ađ húni viđ leik- og grunnskóla Fjallabyggđar. Ljóđalestur, bókalestur og fleira var ćft í tilefni dagsins. Á ţessum degi hvetur Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ skólafólk til ađ vinna verkefni ţar sem íslensk tunga er í öndvegi. Börnin í skólanum fengu fjölbreytt verkefni, ţau bjuggu til leikrit, botnuđu vísur og völdu sér orđ eđa spurđu heima um einhver áhugaverđ orđ og settu á blađ. Yngstu nemendur grunnskólans lćrđu ljóđ sem ţau fluttu, lásu og röppuđu. Einnig völdu ţau falleg íslensk orđ og límdu upp á vegg á fallega tungu.

Dagur íslenskrar tungu