Íslenska sönglagiđ - Berjadagar 2018 í tuttugasta sinn

Hinir árlegu Berjadagar í Ólafsfirđi í Fjallabyggđ, verđa nú haldnir í tuttugasta sinn frá 16. - 19. ágúst nk.  međ uppskeru ađalbláberja og fjallagrasa.

Íslenska sönglagiđ er afmćlisţema Berjadaga 2018. Íslensk sönglög hafa glćtt hátíđina lífi allt frá ţví leikar fóru fyrst fram á ţeim fagra stađ, Ólafsfirđi.

Međal listamanna á hátíđinni í ár eru Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, en hann mun syngja sönglög í Ólafsfjarđarkirkju.

Norđlenska tvíeykiđ, Hundur í óskilum, ţeir Hjörleifur og Eiríkur fara höndum um íslenska sönglagiđ í Tjarnarborg. Ţeir félagar gerđu íslenskri menningu skil međ eftirminnilegum hćtti í Borgarleikhúsinu, og nú aftur á Berjadögum.

Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Menningarnótt í ár en kemur norđur í Ólafsfjarđarkirkju föstudaginn 17. ágúst til ađ stjórna hátíđarkvöldi Berjadaga 2018, einskonar ,,lokakvöld”. Hér verđur telft saman ólíkum tónverkum og ólíkir listamenn koma fram. Hćst ber ađ nefna ađ Bjarni leikur einleik ţegar hann glímir viđ hina stórbrotnu Prelúdíu ,,Tableau” op. 39, nr. 7 eftir Rachmaninov á slaghörpuna í Ólafsfjarđarkirkju. Kristján Jóhannsson flytur m.a. Gígjuna eftir Sigfús Einarsson og á ţessum tónleikum hljómar einnig hin ýđilfagra ,,Arpeggione” eftir Schubert í útsetningu fyrir selló og píanó. Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur ţjóđlög úr ranni Beethoven ásamt Veru Panitch fiđluleikara og Bjarna Frímanni.

Afmćlishelgin hefst í kirkjunni fimmtudagskvöldiđ 16. ágúst međ tónleikum fiđluleikaranna Páli Palomares og Evu Panitch. Međ ţeim leikur Eva Ţyrí Hilmarsdóttir á píanó. Pariđ flytur einleiks- og tvíleiksverk eftir ýmis tónskáld frá ólíkum tímum.

Ađrir listamenn sem fram koma á háíđinni:
Edda Björk Jónsdóttir, Jón Ţorsteinsson, Ave Kara Sillaots, Sigrún Valgerđur Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon

Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um viđburđi og listamenn á heimasíđunni www.berjadagar-artfest.com. Dagskrá hátíđarinnar er einnig ađ finna á Facebook síđu Berjadaga.

Gleđilega Berjadagshátíđ