Bćjarlistamađur Fjallabyggđar og afhending menningarstyrkja

Sturlaugur Kristjánsson tónlistarmađur var í gćr fimmtudaginn 25. janúar útnefndur Bćjarlistamađur Fjallabyggđar 2018. Viđ athöfnina sem fram fór í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirđi voru einnig afhentir menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka í Fjallabyggđ fyrir áriđ 2018. 

Ásgeir Logi Ásgeirsson formađur markađs- og menningarnefndar og Linda Lea Bogadóttir markađs- og menningarfulltrúi afhentu styrkina og ţađ var Ásgeir Logi sem afhenti Sturlaugi viđurkenninguna. Nemendur úr Tónskólanum á Tröllaskaga sáu um tónlistarflutning.

Sturlaugur Kristjánsson Bćjarlistamađur Fjallabyggđar 2018

Sturlaugur eđa Stúlli eins og hann er alltaf kallađur, er borinn og barnfćddur Siglfirđingur fćddur áriđ 1953 og hefur allan sinn tónlistarferil unniđ óeigingjarnt starf međ ţátttöku sinni í menningar- og tónlistarlífi bćjarins og hófst sá ferill fyrir fimmtíu árum ţegar ný félagsmiđstöđ var opnuđ á Siglufirđi fyrir unglinga. Sturlaugur hefur sýnt og sannađ ađ hann er međal okkar fremstu og hćfileikaríkustu tónlistarmanna og hefur allt ţađ til ađ bera sem prýtt getur bćjarlistamann. Hann er framúrskarandi listamađur sem fer alla leiđ og í hugum margra er Stúlli listamađur sem hefur haldiđ uppi merkjum sköpunargleđinnar í hálfa öld.

Sturlaugur hefur unniđ sem kórstjórnandi fjölda kóra í byggđarlaginu, stjórnađ sönghópum og spilađ međ Lúđrasveit Siglufjarđar. Hann er einn af stofnendum Harmonikkusveitar Siglufjarđar, hefur sett upp ótal söngskemmtanir og leikţćtti, veriđ burđarás í sýningum Síldarminjasafnsins til margra ára og hjá leikfélaginu. Sturlaugur var međal annars einn af stofnendum hljómsveitarinnar Miđaldamenn sem stofnuđ var áriđ 1970 ásamt fjölda annarra hljómsveita sem hann hefur stofnađ og spilađ međ gegnum árin.
Óhćtt er ađ fullyrđa ađ ţar sem einhver skemmtun eđa viđburđur hefur veriđ haldinn á Siglufirđi og í Ólafsfirđi hafi Sturlaugur mćtt og annast bćđi sem hljóđfćraleikari og söngvari.
Óskum viđ Sturlaugi innilega til hamingju međ nafnbótina.

Afhentir menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka fyrir áriđ 2018. Styrki sem međ einum eđa öđrum hćtti munu styđja viđ bakiđ á menningarlífi Fjallabyggđar en alls bárust tuttugu og tvćr umsóknir og voru tuttugu og ein umsókn samţykkt. Nema úthlutađir styrkir vegna ársins 2018 samtals 5.950.000 kr.

Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk ađ ţessu sinni.

Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Berjadagar Tónlistarhátíđ – 650.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíđar.
Félag eldri borgara á Siglufirđi - 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs félagsins.
Félag eldri borgara í Ólafsfirđi - 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs félagsins.
Félag um ljóđasetur - 350.000 kr. 
Hlýtur styrk vegna reksturs.
Fjallasalir ses – uppbyggingarstyrkur - 200.000 kr. 
Hljóta styrk til uppbyggingar efri hćđar Pálshúss.
Hljóđsmárinn ehf – 100.000 kr.
Hlýtur styrk fyrir útvarpsstöđina Trölla.
Hljóđsmárinn ehf – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna útvarpssendinga MTR, TAT og GF.
Kirkjukór Ólafsfjarđarkirkju - 100.000 kr. 
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi kórsins.
Kór eldri borgara - 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi kórsins.
Kvenfélagiđ Ćskan  - 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna minningarsteins í tilefni 100 ára afmćli félagsins.
Kvćđamannafélagiđ Ríma – 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Leikfélag Fjallabyggđar – 250.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á leikriti á leikárinu 2017.
Listhúsiđ Ólafsfirđi – 450.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ţriggja hátíđa á árinu 2018.
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggđar – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna sýninga og námskeiđa.
Sjómannafélag Ólafsfjarđar – 1.000.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá Sjómannadagshátíđar í Fjallabyggđ.
Systrafélag Siglufjarđarkirkju - 200.000 kr. 
Hlýtur styrk vegna góđgerđarstarfs.
Ungmennafélagiđ Glói – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóđahátíđarinnar Haustglćđur.
Ţjóđlagahátíđin Siglufirđi – 850.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ţjóđlagahátíđar 2018.
Ţjóđlagasetur sr. Bjarna Ţorsteinssonar -  800.000 kr.
Hlýtur rekstarstyrk vegna starfsemi safnsins.
Ţór félag safnara – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna sýningar á 25 ára afmćlisári félagsins.


menningarstyrkţegar 2018

Ţeir sem hlutu menningar- og rekstrarstyrki 2018    

Sturlaugur Kristjánsson
Sturlaugur Kristjánsson bćjarlistamađur 

Ronja og rćningjarnir
Hljómsveitin Ronja og rćningjarnir